Forum Lögmenn
Persónuleg þjónusta
Samstarf og starfsemi Forum Lögmanna má rekja allt aftur til ársins 1989. Síðan þá hafa lögmenn stofunnar veitt alhliða lögmannsþjónustu til einstakinga, fyrirtækja, opinberra stofnanna o.fl.
Lögmannsstofan hefur vaxið ört síðustu ár sem hefur gefið lögmönnum stofunnar færi á því að sérhæfa sig á einstökum sviðum lögfræðinnar. Þá hafa Forum Lögmenn ávallt lagt ríka áherslu á að þeir sjálfir annist málflutning fyrir dómstólum og tryggi þannig viðskiptavinum sínum að sami lögmaðurinn fylgi málinu frá upphafi til enda.
Eigendur Forum Lögmanna hafa allir mikla reynslu af málflutningsstörfum. Hafa þeir flutt á annað þúsund dómsmál fyrir héraðsdómum landsins og rekið nálægt þrjú hundruð mála fyrir viðskiptamenn sína fyrir Hæstarétti Íslands. Að baki lögmannsstofunnar er því gríðarleg reynsla auk þess sem þar vinnur dugmikið starfsfólk, lögfræðingar, viðskiptafræðingar og fleiri.
Forum Lögmenn hafa lagt áherslu á góð tengsl við lagadeildir háskólanna hér á landi og hafa lögmenn stofunnar meðal annars sinnt stundakennslu á sviði kröfuréttar, skaðabótaréttar og evrópuréttar við lagadeildir Háskóla Ísland, Háskóla Reykjavíkur og Háskólans á Bifröst.
Viðfangsefni Forum Lögmanna eru meðal annars álitsgerðir og umsagnir, erfðaréttur, evrópuréttur, félagaréttur, forsjármál, höfundarréttur, kaupmálar, málflutningur, samkeppnisréttur, samninga- og kröfuréttur, skaðabótaréttur, skilnaðarmál, skipti dánar- og þrotabúa, rstjórnsýsluréttur, vátryggingaréttur og vinnu- og verktakaréttur.