Álitsgerðir og umsagnir

Álitsgerðir og umsagnir

Síðari ár hafa viðskiptavinir lögmannsstofunnar nýtt sér í auknu mæli að leita lögfræðilegrar umsagnar um álitaefnihvort sem um réttarstöðu sína, túlkun á samningum, lögum o.fl.

Ágætt er að hafa í huga mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin réttarstöðu sem fyrst þegar upp kemur t.d. ágreiningsmál svo unnt sé að taka strax réttar ákvarðanir. Við lítum svo á að hagsmunir viðskiptavinarins felist m.a. í að fá upplýsingar um styrkleika málstaðarins og veikleika.Röng ákvörðun getur bæði stofnað málstaðnum í hættu og orðið kostnaðarsöm.

Erfðaréttur

Erfðaréttur

Við aðstoðum viðskiptamenn okkar við gerð erfðaskráa og veitum ráðgjöf í tengslum við slíka gerninga. Jafnframt hafa Forum Lögmenn mikla reynslu af skiptum á dánarbúum.

Dæmi um verkefni:
Ágætt er að hafa í huga mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin réttarstöðu sem fyrst þegar upp kemur t.d. ágreiningsmál svo unnt sé að taka strax réttar ákvarðanir. Við lítum svo á að hagsmunir viðskiptavinarins felist m.a. í að fá upplýsingar um styrkleika málstaðarins og veikleika.Röng ákvörðun getur bæði stofnað málstaðnum í hættu og orðið kostnaðarsöm.

Evrópuréttur

Evrópuréttur

Hjá Forum Lögmönnum starfa sérfræðingar í Evrópurétti sem m.a. hafa starfað hjá Eftirlitsstofnun EFTA, flutt dómsmál bæði fyrir innlendum dómstólum þar sem reynir sérstaklega á þetta réttarsvið sem og flutt fjölda mála fyrir EFTA dómstólnum. Sum þessara mála hafa ekki aðeins haft þýðingu hérlendis heldur einnig á hinu Evrópska efnahagssvæði. Lögmenn stofunnareru þannig sérstaklega vel í stakk búnir að liðsinna þeim sem þurfa ráðgjöf á þessu sviði.

Dæmi um verkefni:
Hæstaréttarmál nr. 236/1999. Viðskiptavinur lögmannsstofunnar, E, var gjaldkeri hjá hlutafélaginu V, sem úrskurðað var gjaldþrota. Skiptastjóri þrotabúsins hafnaði launakröfu E sem forgangskröfu í búið, þar sem hún væri systir eins aðaleiganda V. E krafðist skaðabóta úr hendi íslenska ríkisins, þar sem það hefði ekki réttilega lagað löggjöf landsins að tilskipun nr. 80/987/EBE Leitað var ráðgefandi álits EFTA – dómstólsins og var málið flutt fyrir dómnum af lögmanni lögmannsstofunnar. Niðurstaða Hæstaréttar, sem vísaði m.a. til álits EFTA-dómstólsins, var sú að ríkið bæri skaðabótaábyrgð gagnvart E vegna mistaka við að innleiða tilskipun EES sem hefði tryggt henni greiðslu á ábyrgðasjóði launa.

Álit EFTA-dómstólsins í máli nr. E-3/2001. Héraðsdómur Reykjavíkur leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um réttarstöðu þeirra sem höfðu veriðstarfandi hjá Pósti- og síma en eru nú starfsmenn hlutafélags að fullu í eigu ríkisins. M.a. var leitað álits á því hvort breytingin á eignarhaldi teldist ,,aðilaskipti”í skilningi laga. Niðurstaða Efta-dómstólsins var á þá leið, að breyting á ríkisfyrirtæki yfir í hlutafélag sem er að fullu í eigu ríkisins geti talist aðilaskipti að fyrirtæki í skilningi tilskipunarinnar. Tilskipunin geti átt við um starfsmann sem naut þann dag sem aðilaskiptin fóru fram réttarstöðu sem launamaður samkvæmt vinnulöggjöf aðildarríkis. Það sé hins vegar hlutverk dómstóls í aðildarríkis að ákveða hvort sú hafi verið raunin eða hvort hann hafi notið uppsagnarverndar á grundvelli reglna opinbers réttar (e. public law).

Þá tekur EFTA-dómstóllinn það fram að launamanni sé óheimilt að afsala sér þeim réttindum sem ófrávíkjanleg ákvæði tilskipunarinnar veita honum. Tilskipunin komi hins vegar í veg fyrir að starfsmaður semji við hinn nýja atvinnurekanda um breytingar á ráðningarsambandi sínu, að svo miklu leyti sem slíkar breytingar eru heimilar samkvæmt lögum aðildarríkis við aðrar aðstæður en þær þegar um aðilaskipti að fyrirtækjum er að ræða.
Einnig má benda á eftirfarandi mál sem öll voru rekin af lögmannstofunni fyrir EFTA–dómstólnum: Case E-4/01 – Karl K. Karlsson hf. V The Icelandic State, Case E-4/05 – HOB-vín v the Icelandic State and the State Alcohol and Tobacco Company of Iceland og Case E-2/05 – EFTA Surveillance Authority v. Iceland.

Fasteignakaup

Fasteignakaup

Forum Lögmenn geta veitt viðskiptavinum sínum alla almenna lögfræðilega ráðgjöf er varðar fasteignir, þ.m.t. vegna ágreinings sem kann að koma upp við fasteignakaup t.d. túlkun samninga, galla, innheimtu kaupverðs o.fl.

Dæmi um verkefni:
Hæstaréttarmálið nr. 352/2002: Viðskiptavinir lögmannsstofunnar höfðuðu mál á hendur seljanda fasteignar til greiðslu skaðabóta eða afsláttar vegna galla sem þau töldu vera á íbúðarhúsnæði sem þau keyptu.Í málinu var deilt um það hvort seljandinn hefði upplýst viðskiptavini lögmannsstofunnar um hversu mikill raki væri í veggjum hússins, en í kaupsamningi kom fram að aðilum væri kunnugt um að þak þarfnaðist viðgerðar og raki væri í veggjum hússins. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti að þessu leyti með vísan til forsendna, kemur fram að þrátt fyrir framangreindan fyrirvara í kaupsamningnum hafi viðskiptavinir lögmannsstofunnar ekki mátt búast við því að raki í veggjum hússins væri svo mikill og raun bar vitni. Hafi húsið því verið haldið leyndum göllum sem seljandinn bar ábyrgð á. Var honum því gert að greiða viðskiptavinum lögmannsstofunnar afslátt af kaupverðinu.

Gjaldþrotaréttur

Gjaldþrotaréttur

Lögmenn Forum Lögmanna búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sviði gjaldþrotaréttar og reynslu við skipti á þrotabúum. Hafa lögmenn stofunnar annast skiptastjórn í fjölda þrotabúa hvort sem er einstaklinga, smærri eða stórra fyrirtækja. Stofan veitir einnig ráðgjöf og aðstoð vegna greiðslustöðvunnar, nauðasamninga o.fl.

Dæmi um verkefni við skiptastjórn o.fl.:

Samson Eignarhaldsfélag ehf.

Nýsir fasteignir ehf.

Helgi Filippusson ehf.

JFE byggingarþjónusta ehf.

Byggingarfélagið Grótta ehf.

Útgáfufélag DV

Kaupfélag Árnesinga – KA (nauðasamningur)

Kjötmöl ehf.

Ferðaþjónustan Efri Brú ehf.

Fiskvélar ehf.

Kaupfélag Dýrfirðinga ehf.

Útgáfufélagið Hugi ehf. (Fróði)

Ferðaskrifstofa Reykjavíkur hf.

Útgerðarfélagið Íslax ehf.

Norræna verslunarfélagið ehf.

Hagvélar ehf.

Gluggar, timbur og sögun ehf.

Global Invest ehf.

Byggðarvangur ehf.

Stálverktak ehf.

Skipasmíðastöð Marselíusar ehf.

Vestmark ehf.

Höfundaréttur

Höfundaréttur

Forum Lögmenn hafa sérhæft sig í höfundarrétti og annast til fjölda ára bæði ráðgjöf og hagsmunagæslu á sviði höfudarréttar, þ.m.t. fyrir höfundarréttarsamtök. Þá veitir lögmannsstofan aðstoð við samningagerð m.a. við gerð höfundar- og útgáfusamninga um hinar ýmsu tegundir hugverka.

Málflutningur

Málflutningur

Forum Lögmenn hafa yfirgripsmikla reynslu af alhliða málflutningi. Lögmenn stofunnar hafa flutt samtals á annað þúsund mál fyrir héraðsdómum landsins og tæplega þrjú hundruð mál fyrir Hæstarétti Íslands. Þá hefur lögmannsstofan auk þess annast flutning fjölda mála fyrir EFTA-dómstólum sem og annast rekstur mála fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

Sakamál

Sakamál

Forum Lögmenn hafa áratuga reynslu af verjendastörfum í sakamálum sem og réttargæslu fyrir brotaþola í slíkum málum.

Samkeppnisréttur

Samkeppnisréttur

Forum lögmenn hafa sérhæft sig á sviði samkeppnisréttar þ.m.t. gætt fjölda hagsmuna fjölda fyrirtækja vegna málsmeðferðar fyrir samkeppnisyfirvöldum og dómstólum. Einnig veita Forum Lögmenn alla almenna lögfræðiaðstoð og ráðgjöf við fyrirtæki vegna samruna og/eða yfirtöku.

Samningsgerð

Samningsgerð

Forum Lögmenn annast ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja við gerð hvers konar lagalega samninga. Jafnframt annast þeir hagsmunagæslu og málarekstur fyrir dómstólum vegna ágreinings sem leiðir af túlkun samninga og/eða efndum á samningum.

Sifja- og barnabótaréttur

Sifja- og barnabótaréttur

Lögmannsstofan annast hagsmunagæslu og ráðgjöf vegna skilnaðarmála, forsjármála o.s.frv. Auk þess veita lögmenn stofunnar aðstoð og ráðgjöf við gerð kaupmála, gerð samninga um fjárskipti, forsjá barna o.fl.

Skaðabótamál

Skaðabótamál

Lögmenn stofunnar hafa áratuga reynslu af meðferð og uppgjöri slysamála fyrir einstaklinga auk þess að hafa annast kennslu á þessu sviði bæði við lagadeild Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Í þeim tilgangi að auka sérhæfingu var tekin sú ákvörðun á árinu 2006 að færa innheimtu bóta vegna líkamstjóna frá Forum Lögmönnum yfir í sérstakt félag til að auka til muna skilvirkni og þjónustu við þá sem til lögmannsstofunnar leita. Ber félagið nafnið TORT – Innheimta slysabóta og er rekið sem systurfélag Forum lögmanna.

Eigendur lögmannsstofunnar hafa einbeitt sér að hagsmunagæslu fyrir tjónþola allt frá árinu 1988. Á þessum u.þ.b. tveimur áratugum hafa lögmenn félagsins innheimt slysa- og skaðabætur fyrir mörg hundruð viðskiptamanna sinna. Þá hafa þeir flutt fjölda dómsmála fyrir héraðsdómi og Hæstarétti á þessu sviði og hafa sum þeirra reynst mikilvæg fordæmi um mörk löggjafar á sviði skaðabóta- og vátryggingaréttar.

Það er mikilvægt að fá réttar ráðleggingar um bótarétt sinn verði maður fyrir líkamstjóni. Nær allir sem slasast í umferðarslysum eru tryggðir og fá fullar bætur og skiptir þá ekki máli þótt ökumaður bifreiðar hafi verið í órétti. Þá er vinnuveitendum skylt að tryggja starfsmenn sína vegna slysa er þeir verða fyrir í starfi.Þá ber að jafnaði sá bótaábyrgð á afleiðingum slysa sem valdið hefur slysi með saknæmum hætti. Miklu skiptir að sérfræðingar annist hagsmuni þess sem fyrir slysi verður en í flestum tilvikum greiðist vinna lögmannsstofunnar af þeim sem er bótaskyldur. Farið er yfir alla kostnaðarliði í fyrsta viðtali sem er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Skipulags- og byggingamál

Skipulags- og byggingamál

Forum Lögmenn hafa mikla reynslu á sviði skipulags- og byggingarmála. Lögmenn stofunna geta veitt hvers konar ráðgjöf er þennan málaflokk varðar hvort sem er vegna ágreinings við skipulags- og byggingaryfirvöld eða einstaklinga t.d. vegna skipulagstillagna, byggingarleyfa, ágreinings fyrir úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála eða málarekstur fyrir dómstólum.

Dæmi um verkefni:
Hæstaréttarmál nr. 367/2002: Deilt var um gildi byggingaleyfis sem maður fékk till að reisa hús með tvöfaldri bílageymslu á lóð sinni sem var á móts við lóð umbjóðanda lögmannsstofunnar í Skerjafirði. Samkvæmt skýrum ákvæðum 3. gr. skipulagsskilmála mátti stalla hús einungis á þeim helmingi grunnflatar þess sem væri fjær götu og mætti nýta slíka stöllun á tveimur hæðum. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að mun meira en helmingur af gólfplötu hússins væri stallaður niður fyrir þá hæð, sem aðalgólfplatan hefði næst götu. Fyrirhuguð bygging fullnægði því ekki ákvæði 3. gr. skilmálanna og var því ekki fallist á að stöllun í merkingu skilmálanna tæki eingöngu til þess hluta hússins, sem fyrirhugað væri að yrði á tveimur hæðum eins og á var byggt af hálfu gagnaðila. Þá taldi dómurinn rétt að skilja skilmálana svo að hæð húss, sem var fjær götu, mætti vera hæst 5,7m miðað við götukóta á þessum hluta, en nær götu skyldi það vera hæst 4,4m. Glerhýsi eftir miðju þaksins mætti því ekki ná 5,7m mænishæð. Sú mænishæð skæri sig einnig frá hæð annarra húsa við götuna. Með vísan til framangreinds var hafnað kröfu gagnaðila um að felldur yrði úr gildi úrskurður skipulags- og byggingarmála sem hafði fellt úr gildi byggingarleyfi sem áður hafði verið veitt.

Verksamningar og útboð

Verksamningar og útboð

Forum Lögmenn annast gerð verksamninga, ráðgjöf til verktaka og verkkaupa vegna verksamninga. Lögmannsstofan hefur í gegnum árin annast hagsmunagæslu í fjölda ágreiningsmála á þessu sviði þ.m.t. fyrir kærunefnd útboðsmála og fyrir dómstólum.

Dæmi um verkefni:
Mál kærunefndar útboðsmála nr. 12/2006. Fallist var á kröfu viðskiptavinar lögmannsstofunnar um að Vegagerðinni hafi verið óheimilt að ganga til samninga við lægsta bjóðanda í útboði sem auðkennt var sem ,,Yfirborðsmerkingar á suðvestursvæði og hringvegur að Selfossi 2006 – 2008“. Nefndin úrskurðaði að um væri að ræða brot gegn útboðsskilmálum og lögum um opinber innkaup. Jafnframt að Vegagerðin væri skaðabótaskyld gagnvart viðskiptavini lögmannsstofunnar.

Mál kærunefndar útboðsmála nr. 11/2006. Fallist var á kröfu viðskiptavinar lögmannsstofunanr um að tilhögun hugmyndaleitar (útboðs), sem bar heitið „Framtíðarskipulag Vatnsmýrar.“, skyldi úrsurðuð ógild. Var Reykjavíkurborg jafnframt gert að greiða viðskiptavini lögmannsstofunnar málskostnað.

Mál kærunefndar útboðsmála nr. 6/2002. Fallist var á kröfu viðskiptavinar lögmannsstofunnar að ákvörðun Borgarbyggðar um að hafna öllum tilboðum í sorphreinsun og rekstur gámastöðvar og efna til nýs útboðs skyldi felld úr gildi þar sem hún færi í bága við lög og útboðsskilmálana. Jafnframt var úrskurðað að Borgarbyggð væri skaðabótaskyld gagnvart viðskiptavini lögmannsstofunnar.

Vinnuréttur

Vinnuréttur

Forum Lögmenn hafa mikla reynslu af vinnuréttarmálum hvort sem er hagsmunagæslu fyrir einstaklinga eða fyrirtæki. Þá hafa lögmenn stofunnar rekið fjölda dómsmála fyrir viðskiptavini sína bæði fyrir félagsdómi og almennum dómstólum, þ.m.t.til innheimtu launa, vegna uppsagna,vegna ágreinings um túlkun kjarasamninga o.fl.

TORT - Innheimta slysabóta

TORT – Innheimta slysabóta

Góð heilsa er dýrmæt og því er það mikið áfall að slasast. Slys geta leitt til mikilla breytinga í lífi fólks, líkamlegra sem og andlegra . Eftir slys getur tjónþoli orðið fyrir tímabundinni eða varanlegri tekjuskerðingu, jafnvel til frambúðar. Ef þú hefur lent í slysi skiptir miklu máli að hagsmuna þinna sé gætt af sérfræðingum á sviði skaðabótaréttar sem sjá til þess að þú fáir allt tjón þitt bætt.

TORT tekur meðal annars að sér hagsmunagæslu vegna umferðar-, vinnu og frítímaslysa.

Vefsíða TORT

Álitsgerðir og umsagnir

Síðari ár hafa viðskiptavinir lögmannsstofunnar nýtt sér í auknu mæli að leita lögfræðilegrar umsagnar um álitaefnihvort sem um réttarstöðu sína, túlkun á samningum, lögum o.fl.

Ágætt er að hafa í huga mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin réttarstöðu sem fyrst þegar upp kemur t.d. ágreiningsmál svo unnt sé að taka strax réttar ákvarðanir. Við lítum svo á að hagsmunir viðskiptavinarins felist m.a. í að fá upplýsingar um styrkleika málstaðarins og veikleika.Röng ákvörðun getur bæði stofnað málstaðnum í hættu og orðið kostnaðarsöm.

Erfðaréttur

Við aðstoðum viðskiptamenn okkar við gerð erfðaskráa og veitum ráðgjöf í tengslum við slíka gerninga. Jafnframt hafa Forum Lögmenn mikla reynslu af skiptum á dánarbúum.

Dæmi um verkefni:
Ágætt er að hafa í huga mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin réttarstöðu sem fyrst þegar upp kemur t.d. ágreiningsmál svo unnt sé að taka strax réttar ákvarðanir. Við lítum svo á að hagsmunir viðskiptavinarins felist m.a. í að fá upplýsingar um styrkleika málstaðarins og veikleika.Röng ákvörðun getur bæði stofnað málstaðnum í hættu og orðið kostnaðarsöm.

Evrópuréttur

Hjá Forum Lögmönnum starfa sérfræðingar í Evrópurétti sem m.a. hafa starfað hjá Eftirlitsstofnun EFTA, flutt dómsmál bæði fyrir innlendum dómstólum þar sem reynir sérstaklega á þetta réttarsvið sem og flutt fjölda mála fyrir EFTA dómstólnum. Sum þessara mála hafa ekki aðeins haft þýðingu hérlendis heldur einnig á hinu Evrópska efnahagssvæði. Lögmenn stofunnareru þannig sérstaklega vel í stakk búnir að liðsinna þeim sem þurfa ráðgjöf á þessu sviði.

Dæmi um verkefni:
Hæstaréttarmál nr. 236/1999. Viðskiptavinur lögmannsstofunnar, E, var gjaldkeri hjá hlutafélaginu V, sem úrskurðað var gjaldþrota. Skiptastjóri þrotabúsins hafnaði launakröfu E sem forgangskröfu í búið, þar sem hún væri systir eins aðaleiganda V. E krafðist skaðabóta úr hendi íslenska ríkisins, þar sem það hefði ekki réttilega lagað löggjöf landsins að tilskipun nr. 80/987/EBE Leitað var ráðgefandi álits EFTA – dómstólsins og var málið flutt fyrir dómnum af lögmanni lögmannsstofunnar. Niðurstaða Hæstaréttar, sem vísaði m.a. til álits EFTA-dómstólsins, var sú að ríkið bæri skaðabótaábyrgð gagnvart E vegna mistaka við að innleiða tilskipun EES sem hefði tryggt henni greiðslu á ábyrgðasjóði launa.

Álit EFTA-dómstólsins í máli nr. E-3/2001. Héraðsdómur Reykjavíkur leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um réttarstöðu þeirra sem höfðu veriðstarfandi hjá Pósti- og síma en eru nú starfsmenn hlutafélags að fullu í eigu ríkisins. M.a. var leitað álits á því hvort breytingin á eignarhaldi teldist ,,aðilaskipti”í skilningi laga. Niðurstaða Efta-dómstólsins var á þá leið, að breyting á ríkisfyrirtæki yfir í hlutafélag sem er að fullu í eigu ríkisins geti talist aðilaskipti að fyrirtæki í skilningi tilskipunarinnar. Tilskipunin geti átt við um starfsmann sem naut þann dag sem aðilaskiptin fóru fram réttarstöðu sem launamaður samkvæmt vinnulöggjöf aðildarríkis. Það sé hins vegar hlutverk dómstóls í aðildarríkis að ákveða hvort sú hafi verið raunin eða hvort hann hafi notið uppsagnarverndar á grundvelli reglna opinbers réttar (e. public law).

Þá tekur EFTA-dómstóllinn það fram að launamanni sé óheimilt að afsala sér þeim réttindum sem ófrávíkjanleg ákvæði tilskipunarinnar veita honum. Tilskipunin komi hins vegar í veg fyrir að starfsmaður semji við hinn nýja atvinnurekanda um breytingar á ráðningarsambandi sínu, að svo miklu leyti sem slíkar breytingar eru heimilar samkvæmt lögum aðildarríkis við aðrar aðstæður en þær þegar um aðilaskipti að fyrirtækjum er að ræða.
Einnig má benda á eftirfarandi mál sem öll voru rekin af lögmannstofunni fyrir EFTA–dómstólnum: Case E-4/01 – Karl K. Karlsson hf. V The Icelandic State, Case E-4/05 – HOB-vín v the Icelandic State and the State Alcohol and Tobacco Company of Iceland og Case E-2/05 – EFTA Surveillance Authority v. Iceland.

Fasteignakaup

Forum Lögmenn geta veitt viðskiptavinum sínum alla almenna lögfræðilega ráðgjöf er varðar fasteignir, þ.m.t. vegna ágreinings sem kann að koma upp við fasteignakaup t.d. túlkun samninga, galla, innheimtu kaupverðs o.fl.

Dæmi um verkefni:
Hæstaréttarmálið nr. 352/2002: Viðskiptavinir lögmannsstofunnar höfðuðu mál á hendur seljanda fasteignar til greiðslu skaðabóta eða afsláttar vegna galla sem þau töldu vera á íbúðarhúsnæði sem þau keyptu.Í málinu var deilt um það hvort seljandinn hefði upplýst viðskiptavini lögmannsstofunnar um hversu mikill raki væri í veggjum hússins, en í kaupsamningi kom fram að aðilum væri kunnugt um að þak þarfnaðist viðgerðar og raki væri í veggjum hússins. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti að þessu leyti með vísan til forsendna, kemur fram að þrátt fyrir framangreindan fyrirvara í kaupsamningnum hafi viðskiptavinir lögmannsstofunnar ekki mátt búast við því að raki í veggjum hússins væri svo mikill og raun bar vitni. Hafi húsið því verið haldið leyndum göllum sem seljandinn bar ábyrgð á. Var honum því gert að greiða viðskiptavinum lögmannsstofunnar afslátt af kaupverðinu.

Gjaldþrotaréttur

Lögmenn Forum Lögmanna búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sviði gjaldþrotaréttar og reynslu við skipti á þrotabúum. Hafa lögmenn stofunnar annast skiptastjórn í fjölda þrotabúa hvort sem er einstaklinga, smærri eða stórra fyrirtækja. Stofan veitir einnig ráðgjöf og aðstoð vegna greiðslustöðvunnar, nauðasamninga o.fl.

Dæmi um verkefni við skiptastjórn o.fl.:

Samson Eignarhaldsfélag ehf.

Nýsir fasteignir ehf.

Helgi Filippusson ehf.

JFE byggingarþjónusta ehf.

Byggingarfélagið Grótta ehf.

Útgáfufélag DV

Kaupfélag Árnesinga – KA (nauðasamningur)

Kjötmöl ehf.

Ferðaþjónustan Efri Brú ehf.

Fiskvélar ehf.

Kaupfélag Dýrfirðinga ehf.

Útgáfufélagið Hugi ehf. (Fróði)

Ferðaskrifstofa Reykjavíkur hf.

Útgerðarfélagið Íslax ehf.

Norræna verslunarfélagið ehf.

Hagvélar ehf.

Gluggar, timbur og sögun ehf.

Global Invest ehf.

Byggðarvangur ehf.

Stálverktak ehf.

Skipasmíðastöð Marselíusar ehf.

Vestmark ehf.

Höfundaréttur

Forum Lögmenn hafa sérhæft sig í höfundarrétti og annast til fjölda ára bæði ráðgjöf og hagsmunagæslu á sviði höfudarréttar, þ.m.t. fyrir höfundarréttarsamtök. Þá veitir lögmannsstofan aðstoð við samningagerð m.a. við gerð höfundar- og útgáfusamninga um hinar ýmsu tegundir hugverka.

Málflutningur

Forum Lögmenn hafa yfirgripsmikla reynslu af alhliða málflutningi. Lögmenn stofunnar hafa flutt samtals á annað þúsund mál fyrir héraðsdómum landsins og tæplega þrjú hundruð mál fyrir Hæstarétti Íslands. Þá hefur lögmannsstofan auk þess annast flutning fjölda mála fyrir EFTA-dómstólum sem og annast rekstur mála fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

Sakamál

Forum Lögmenn hafa áratuga reynslu af verjendastörfum í sakamálum sem og réttargæslu fyrir brotaþola í slíkum málum.

Samkeppnisréttur

Forum lögmenn hafa sérhæft sig á sviði samkeppnisréttar þ.m.t. gætt fjölda hagsmuna fjölda fyrirtækja vegna málsmeðferðar fyrir samkeppnisyfirvöldum og dómstólum. Einnig veita Forum Lögmenn alla almenna lögfræðiaðstoð og ráðgjöf við fyrirtæki vegna samruna og/eða yfirtöku.

Samningsgerð

Forum Lögmenn annast ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja við gerð hvers konar lagalega samninga. Jafnframt annast þeir hagsmunagæslu og málarekstur fyrir dómstólum vegna ágreinings sem leiðir af túlkun samninga og/eða efndum á samningum.

Sifja- og barnabótaréttur

Lögmannsstofan annast hagsmunagæslu og ráðgjöf vegna skilnaðarmála, forsjármála o.s.frv. Auk þess veita lögmenn stofunnar aðstoð og ráðgjöf við gerð kaupmála, gerð samninga um fjárskipti, forsjá barna o.fl.

Skaðabótamál

Lögmenn stofunnar hafa áratuga reynslu af meðferð og uppgjöri slysamála fyrir einstaklinga auk þess að hafa annast kennslu á þessu sviði bæði við lagadeild Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Í þeim tilgangi að auka sérhæfingu var tekin sú ákvörðun á árinu 2006 að færa innheimtu bóta vegna líkamstjóna frá Forum Lögmönnum yfir í sérstakt félag til að auka til muna skilvirkni og þjónustu við þá sem til lögmannsstofunnar leita. Ber félagið nafnið TORT – Innheimta slysabóta og er rekið sem systurfélag Forum lögmanna.

Eigendur lögmannsstofunnar hafa einbeitt sér að hagsmunagæslu fyrir tjónþola allt frá árinu 1988. Á þessum u.þ.b. tveimur áratugum hafa lögmenn félagsins innheimt slysa- og skaðabætur fyrir mörg hundruð viðskiptamanna sinna. Þá hafa þeir flutt fjölda dómsmála fyrir héraðsdómi og Hæstarétti á þessu sviði og hafa sum þeirra reynst mikilvæg fordæmi um mörk löggjafar á sviði skaðabóta- og vátryggingaréttar.

Það er mikilvægt að fá réttar ráðleggingar um bótarétt sinn verði maður fyrir líkamstjóni. Nær allir sem slasast í umferðarslysum eru tryggðir og fá fullar bætur og skiptir þá ekki máli þótt ökumaður bifreiðar hafi verið í órétti. Þá er vinnuveitendum skylt að tryggja starfsmenn sína vegna slysa er þeir verða fyrir í starfi.Þá ber að jafnaði sá bótaábyrgð á afleiðingum slysa sem valdið hefur slysi með saknæmum hætti. Miklu skiptir að sérfræðingar annist hagsmuni þess sem fyrir slysi verður en í flestum tilvikum greiðist vinna lögmannsstofunnar af þeim sem er bótaskyldur. Farið er yfir alla kostnaðarliði í fyrsta viðtali sem er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Skipulags- og byggingamál

Forum Lögmenn hafa mikla reynslu á sviði skipulags- og byggingarmála. Lögmenn stofunna geta veitt hvers konar ráðgjöf er þennan málaflokk varðar hvort sem er vegna ágreinings við skipulags- og byggingaryfirvöld eða einstaklinga t.d. vegna skipulagstillagna, byggingarleyfa, ágreinings fyrir úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála eða málarekstur fyrir dómstólum.

Dæmi um verkefni:
Hæstaréttarmál nr. 367/2002: Deilt var um gildi byggingaleyfis sem maður fékk till að reisa hús með tvöfaldri bílageymslu á lóð sinni sem var á móts við lóð umbjóðanda lögmannsstofunnar í Skerjafirði. Samkvæmt skýrum ákvæðum 3. gr. skipulagsskilmála mátti stalla hús einungis á þeim helmingi grunnflatar þess sem væri fjær götu og mætti nýta slíka stöllun á tveimur hæðum. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að mun meira en helmingur af gólfplötu hússins væri stallaður niður fyrir þá hæð, sem aðalgólfplatan hefði næst götu. Fyrirhuguð bygging fullnægði því ekki ákvæði 3. gr. skilmálanna og var því ekki fallist á að stöllun í merkingu skilmálanna tæki eingöngu til þess hluta hússins, sem fyrirhugað væri að yrði á tveimur hæðum eins og á var byggt af hálfu gagnaðila. Þá taldi dómurinn rétt að skilja skilmálana svo að hæð húss, sem var fjær götu, mætti vera hæst 5,7m miðað við götukóta á þessum hluta, en nær götu skyldi það vera hæst 4,4m. Glerhýsi eftir miðju þaksins mætti því ekki ná 5,7m mænishæð. Sú mænishæð skæri sig einnig frá hæð annarra húsa við götuna. Með vísan til framangreinds var hafnað kröfu gagnaðila um að felldur yrði úr gildi úrskurður skipulags- og byggingarmála sem hafði fellt úr gildi byggingarleyfi sem áður hafði verið veitt.

Verksamningar og útboð

Forum Lögmenn annast gerð verksamninga, ráðgjöf til verktaka og verkkaupa vegna verksamninga. Lögmannsstofan hefur í gegnum árin annast hagsmunagæslu í fjölda ágreiningsmála á þessu sviði þ.m.t. fyrir kærunefnd útboðsmála og fyrir dómstólum.

Dæmi um verkefni:
Mál kærunefndar útboðsmála nr. 12/2006. Fallist var á kröfu viðskiptavinar lögmannsstofunnar um að Vegagerðinni hafi verið óheimilt að ganga til samninga við lægsta bjóðanda í útboði sem auðkennt var sem ,,Yfirborðsmerkingar á suðvestursvæði og hringvegur að Selfossi 2006 – 2008“. Nefndin úrskurðaði að um væri að ræða brot gegn útboðsskilmálum og lögum um opinber innkaup. Jafnframt að Vegagerðin væri skaðabótaskyld gagnvart viðskiptavini lögmannsstofunnar.

Mál kærunefndar útboðsmála nr. 11/2006. Fallist var á kröfu viðskiptavinar lögmannsstofunanr um að tilhögun hugmyndaleitar (útboðs), sem bar heitið „Framtíðarskipulag Vatnsmýrar.“, skyldi úrsurðuð ógild. Var Reykjavíkurborg jafnframt gert að greiða viðskiptavini lögmannsstofunnar málskostnað.

Mál kærunefndar útboðsmála nr. 6/2002. Fallist var á kröfu viðskiptavinar lögmannsstofunnar að ákvörðun Borgarbyggðar um að hafna öllum tilboðum í sorphreinsun og rekstur gámastöðvar og efna til nýs útboðs skyldi felld úr gildi þar sem hún færi í bága við lög og útboðsskilmálana. Jafnframt var úrskurðað að Borgarbyggð væri skaðabótaskyld gagnvart viðskiptavini lögmannsstofunnar.

Vinnuréttur

Forum Lögmenn hafa mikla reynslu af vinnuréttarmálum hvort sem er hagsmunagæslu fyrir einstaklinga eða fyrirtæki. Þá hafa lögmenn stofunnar rekið fjölda dómsmála fyrir viðskiptavini sína bæði fyrir félagsdómi og almennum dómstólum, þ.m.t.til innheimtu launa, vegna uppsagna,vegna ágreinings um túlkun kjarasamninga o.fl.

TORT – Innheimta slysabóta

Góð heilsa er dýrmæt og því er það mikið áfall að slasast. Slys geta leitt til mikilla breytinga í lífi fólks, líkamlegra sem og andlegra . Eftir slys getur tjónþoli orðið fyrir tímabundinni eða varanlegri tekjuskerðingu, jafnvel til frambúðar. Ef þú hefur lent í slysi skiptir miklu máli að hagsmuna þinna sé gætt af sérfræðingum á sviði skaðabótaréttar sem sjá til þess að þú fáir allt tjón þitt bætt.

TORT tekur meðal annars að sér hagsmunagæslu vegna umferðar-, vinnu og frítímaslysa.

Vefsíða Tort

Hafðu samband