Við aðstoðum viðskiptamenn okkar við gerð erfðaskráa og veitum ráðgjöf í tengslum við slíka gerninga. Jafnframt hafa Forum Lögmenn mikla reynslu af skiptum á dánarbúum.

Dæmi um verkefni:

Hæstaréttarmál nr. 547/2006. Við skipti á dánarbúum A og B var m.a. deilt um hvort lögmæltur erfðaréttur A eftir B hefði fallið niður samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 19. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Þar sem A hafði ekki aflað leyfis til setu í óskiptu búi auk þess sem hann lést skömmu eftir andlát B var ekki fallist á að 1. málsl. 2. mgr. 19. gr. erfðalaga ætti við um skiptin. Leiddi niðurstaðan til þess að viðskiptavinir lögmannsstofunnar, erfingjar A, fengu í sinn hlut mun meiri arf en þau hefðu fengið hefði málið fallið á hinn veginn.

Start typing and press Enter to search