Hjá Forum Lögmönnum starfa sérfræðingar í Evrópurétti sem m.a. hafa starfað hjá Eftirlitsstofnun EFTA, flutt dómsmál bæði fyrir innlendum dómstólum þar sem reynir sérstaklega á þetta réttarsvið sem og flutt fjölda mála fyrir EFTA dómstólnum. Sum þessara mála hafa ekki aðeins haft þýðingu hérlendis heldur einnig á hinu Evrópska efnahagssvæði. Lögmenn stofunnar  eru þannig sérstaklega vel í stakk búnir að liðsinna þeim sem þurfa ráðgjöf á þessu sviði.

Dæmi um verkefni:

Hæstaréttarmál nr. 236/1999. Viðskiptavinur lögmannsstofunnar, E, var gjaldkeri hjá hlutafélaginu V, sem úrskurðað var gjaldþrota. Skiptastjóri þrotabúsins hafnaði launakröfu E sem forgangskröfu í búið, þar sem hún væri systir eins aðaleiganda V. E krafðist skaðabóta úr hendi íslenska ríkisins, þar sem það hefði ekki réttilega lagað löggjöf landsins að tilskipun nr. 80/987/EBE Leitað var ráðgefandi álits EFTA – dómstólsins og var málið flutt fyrir dómnum af lögmanni lögmannsstofunnar. Niðurstaða Hæstaréttar, sem vísaði m.a. til álits EFTA-dómstólsins, var sú að ríkið bæri skaðabótaábyrgð gagnvart E vegna mistaka við að innleiða tilskipun EES sem hefði tryggt henni greiðslu á ábyrgðasjóði launa.

Álit EFTA-dómstólsins í máli nr. E-3/2001. Héraðsdómur Reykjavíkur leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um réttarstöðu þeirra sem höfðu verið  starfandi hjá Pósti- og síma en eru nú starfsmenn hlutafélags að fullu í eigu ríkisins. M.a. var leitað álits á því hvort breytingin á eignarhaldi teldist ,,aðilaskipti”  í skilningi laga. Niðurstaða Efta-dómstólsins var á þá leið, að breyting á ríkisfyrirtæki yfir í hlutafélag sem er að fullu í eigu ríkisins geti talist aðilaskipti að fyrirtæki í skilningi tilskipunarinnar. Tilskipunin geti átt við um starfsmann sem naut þann dag sem aðilaskiptin fóru fram réttarstöðu sem launamaður samkvæmt vinnulöggjöf aðildarríkis. Það sé hins vegar hlutverk dómstóls í aðildarríkis að ákveða hvort sú hafi verið raunin eða hvort hann hafi notið uppsagnarverndar á grundvelli reglna opinbers réttar (e. public law).

Þá tekur EFTA-dómstóllinn það fram að launamanni sé óheimilt að afsala sér þeim réttindum sem ófrávíkjanleg ákvæði tilskipunarinnar veita honum. Tilskipunin komi hins vegar í veg fyrir að starfsmaður semji við hinn nýja atvinnurekanda um breytingar á ráðningarsambandi sínu, að svo miklu leyti sem slíkar breytingar eru heimilar samkvæmt lögum aðildarríkis við aðrar aðstæður en þær þegar um aðilaskipti að fyrirtækjum er að ræða.
Einnig má benda á eftirfarandi mál sem öll voru rekin af lögmannstofunni fyrir EFTA–dómstólnum: Case E-4/01 – Karl K. Karlsson hf. V The Icelandic State, Case E-4/05 – HOB-vín v the Icelandic State and the State Alcohol and Tobacco Company of Iceland og Case E-2/05 – EFTA Surveillance Authority v. Iceland.

Start typing and press Enter to search