Forum Lögmenn geta veitt viðskiptavinum sínum alla almenna lögfræðilega ráðgjöf er varðar fasteignir, þ.m.t. vegna ágreinings sem kann að koma upp við fasteignakaup t.d. túlkun samninga, galla, innheimtu kaupverðs o.fl.

Dæmi um verkefni:

Hæstaréttarmálið nr. 352/2002: Viðskiptavinir lögmannsstofunnar höfðuðu mál á hendur seljanda fasteignar til greiðslu skaðabóta eða afsláttar vegna galla sem þau töldu vera á íbúðarhúsnæði sem þau keyptu.  Í málinu var deilt um það hvort seljandinn hefði upplýst viðskiptavini lögmannsstofunnar um hversu mikill raki væri í veggjum hússins, en í kaupsamningi kom fram að aðilum væri kunnugt um að þak þarfnaðist viðgerðar og raki væri í veggjum hússins. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti að þessu leyti með vísan til forsendna, kemur fram að þrátt fyrir framangreindan fyrirvara í kaupsamningnum hafi viðskiptavinir lögmannsstofunnar ekki mátt búast við því að raki í veggjum hússins væri svo mikill og raun bar vitni. Hafi húsið því verið haldið leyndum göllum sem seljandinn bar ábyrgð á. Var honum því gert að greiða viðskiptavinum lögmannsstofunnar afslátt af kaupverðinu.

Start typing and press Enter to search