Lögmenn stofunnar hafa áratuga reynslu af meðferð og uppgjöri slysamála fyrir einstaklinga auk þess að hafa annast kennslu á þessu sviði bæði við lagadeild Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Í þeim tilgangi að auka sérhæfingu var tekin sú ákvörðun á árinu 2006 að færa innheimtu bóta vegna líkamstjóna frá Forum Lögmönnum yfir í sérstakt félag til að auka til muna skilvirkni og þjónustu við þá sem til lögmannsstofunnar leita. Ber félagið nafnið TORT – Innheimta slysabóta og er rekið sem systurfélag Forum lögmanna.

Eigendur lögmannsstofunnar hafa einbeitt sér að hagsmunagæslu fyrir tjónþola allt frá árinu 1988. Á þessum u.þ.b. tveimur áratugum hafa lögmenn félagsins innheimt slysa- og skaðabætur fyrir mörg hundruð viðskiptamanna sinna. Þá hafa þeir flutt fjölda dómsmála fyrir héraðsdómi og Hæstarétti á þessu sviði og hafa sum þeirra reynst mikilvæg fordæmi um mörk löggjafar á sviði skaðabóta- og vátryggingaréttar.

Það er mikilvægt að fá réttar ráðleggingar um bótarétt sinn verði maður fyrir líkamstjóni. Nær allir sem slasast í umferðarslysum eru tryggðir og fá fullar bætur og skiptir þá ekki máli þótt ökumaður bifreiðar hafi verið í órétti. Þá er vinnuveitendum skylt að tryggja starfsmenn sína vegna slysa er þeir verða fyrir í starfi.  Þá ber að jafnaði sá bótaábyrgð á afleiðingum slysa sem valdið hefur slysi með saknæmum hætti. Miklu skiptir að sérfræðingar annist hagsmuni þess sem fyrir slysi verður en í flestum tilvikum greiðist vinna lögmannsstofunnar af þeim sem er bótaskyldur. Farið er yfir alla kostnaðarliði í fyrsta viðtali sem er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Start typing and press Enter to search