Forum Lögmenn hafa mikla reynslu á sviði skipulags- og byggingarmála. Lögmenn stofunna geta veitt hvers konar ráðgjöf er þennan málaflokk varðar hvort sem er vegna ágreinings við skipulags- og byggingaryfirvöld eða einstaklinga t.d. vegna skipulagstillagna, byggingarleyfa, ágreinings fyrir úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála eða málarekstur fyrir dómstólum.

Dæmi um verkefni:

Hæstaréttarmál nr. 367/2002: Deilt var um gildi byggingaleyfis sem maður fékk till að reisa hús með tvöfaldri bílageymslu á lóð sinni sem var á móts við lóð umbjóðanda lögmannsstofunnar í Skerjafirði. Samkvæmt skýrum ákvæðum 3. gr. skipulagsskilmála mátti stalla hús einungis á þeim helmingi grunnflatar þess sem væri fjær götu og mætti nýta slíka stöllun á tveimur hæðum. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að mun meira en helmingur af gólfplötu hússins væri stallaður niður fyrir þá hæð, sem aðalgólfplatan hefði næst götu. Fyrirhuguð bygging fullnægði því ekki ákvæði 3. gr. skilmálanna og var því ekki fallist á að stöllun í merkingu skilmálanna tæki eingöngu til þess hluta hússins, sem fyrirhugað væri að yrði á tveimur hæðum eins og á var byggt af hálfu gagnaðila. Þá taldi dómurinn rétt að skilja skilmálana svo að hæð húss, sem var fjær götu, mætti vera hæst 5,7m miðað við götukóta á þessum hluta, en nær götu skyldi það vera hæst 4,4m. Glerhýsi eftir miðju þaksins mætti því ekki ná 5,7m mænishæð. Sú mænishæð skæri sig einnig frá hæð annarra húsa við götuna. Með vísan til framangreinds var hafnað kröfu gagnaðila um að felldur yrði úr gildi úrskurður skipulags- og byggingarmála sem hafði fellt úr gildi byggingarleyfi sem áður hafði verið veitt.

Start typing and press Enter to search