Forum Lögmenn annast gerð verksamninga, ráðgjöf til verktaka og verkkaupa vegna verksamninga. Lögmannsstofan hefur í gegnum árin annast hagsmunagæslu í fjölda ágreiningsmála á þessu sviði þ.m.t. fyrir kærunefnd útboðsmála og fyrir dómstólum.

Dæmi um verkefni:

Mál kærunefndar útboðsmála nr. 12/2006. Fallist var á kröfu viðskiptavinar lögmannsstofunnar um að Vegagerðinni hafi verið óheimilt að ganga til samninga við lægsta bjóðanda í útboði sem auðkennt var sem ,,Yfirborðsmerkingar á suðvestursvæði og hringvegur að Selfossi 2006 – 2008“. Nefndin úrskurðaði að um væri að ræða brot gegn útboðsskilmálum og lögum um opinber innkaup. Jafnframt að Vegagerðin væri skaðabótaskyld gagnvart viðskiptavini lögmannsstofunnar.

Mál kærunefndar útboðsmála nr. 11/2006. Fallist var á kröfu viðskiptavinar lögmannsstofunanr um að tilhögun hugmyndaleitar (útboðs), sem bar heitið „Framtíðarskipulag Vatnsmýrar.“, skyldi úrsurðuð ógild. Var Reykjavíkurborg jafnframt gert að greiða viðskiptavini lögmannsstofunnar málskostnað.

Mál kærunefndar útboðsmála nr. 6/2002. Fallist var á kröfu viðskiptavinar lögmannsstofunnar að ákvörðun Borgarbyggðar um að hafna öllum tilboðum í sorphreinsun og rekstur gámastöðvar og efna til nýs útboðs skyldi felld úr gildi þar sem hún færi í bága við lög og útboðsskilmálana. Jafnframt var úrskurðað að Borgarbyggð væri skaðabótaskyld gagnvart viðskiptavini lögmannsstofunnar.

Start typing and press Enter to search